Launakönnun

Þá er komið á launakönnun 2022!

Þetta er fimmta árið í röð sendum við nú út launakönnun til félagsmanna um kjör þeirra og til þess að kanna hug þeirra til félagsins og þeirri vinnu sem á að eiga sér stað þar. Við biðjum þig að taka þátt í könnuninni þar sem hvert svar er mikilvægt og til að niðurstöður könnunarinnar endurspegli vilja félaganna sem best. Unnið verður úr könnunni og niðurstöður hennar sendar til þeirra félaga sem greitt hafa árgjaldið.

Félagsmenn sem greiddu árgjaldið annaðhvort 2020 eða 2021 fengu árgjaldið 2022 niðurfellt skv. samþykkt á aðalfundi og fá einnig sendar til sín niðurstöður könnuninnar. 

Prófarabók fyrir krakka

Á General Assembly (GA) í Dublin, fréttum við af sniðugri krakkabók. Markmið bókarinnar, Dragons Out!, er að kenna krökkum hugtök um hugbúnarðarprófanir í gengum skemmtilegar sögur af drekum. Þeir flakka á milli bæja, borga og kastala og gera íbúum lífið leitt. Í sögunum mæta riddarar, þorpsbúar og krakkar til leiks með því markmiði að hrekja drekana í burtu.

Höfundur Dagrons Out!, Kari Kakkonen, er þekktur í hugbúnarðarprófara heiminum. Hann er forstjóri Knowit, í stjórn TMMI og sat í stjórn ISTQB í 6 ár. Í fyrra, 2021, vann Kari hubúnarðarprófari Finnlands verðlaunin meðal annars fyrir framlag sitt til hugbúnarðarprófara með bókinni Dragons Out!.

Endilega tékkið á bókinni, Dragons Out! eftir Kari Kakkonen.

Dragons Out! eftir Kari Kakkonen

Launakönnun

Þá er komið á launakönnun 2021!

Þetta er fjórða árið í röð sendum við nú út launakönnun til félagsmanna um kjör þeirra og til þess að kanna hug þeirra til félagsins og þeirri vinnu sem á að eiga sér stað þar. Við biðjum þig að taka þátt í könnuninni þar sem hvert svar er mikilvægt og til að niðurstöður könnunarinnar endurspegli vilja félaganna sem best. Unnið verður úr könnunni og niðurstöður hennar sendar til þeirra félaga sem greitt hafa árgjaldið.

Félagsmenn sem greiddu árgjaldið 2020 fengu árgjaldið 2021 niðurfellt skv. samþykkt á aðalfundi og fá einnig sendar til sín niðurstöður könnuninnar.