Niðurstöður Aðalfundar

Aðalfundur Félags íslenskra hugbúnaðarprófara (Hugpró) var haldin miðvikudaginn 22. mars 2023, á Reykjavík Natura. Farið var fyrir dagskrá aðalfundar þar sem skýrsla stjórnar og reikningar voru lagðir fram til samþykktar. Tvær lagabreytingar voru samþykktar á aðalfundi en nálgast má núverandi lög Hugpró hér.

Félagsgjald fyrir 2023 verður óbreytt, eða 3.000 kr, og hefur valgreiðslukrafa send í heimabanka félagsmanna. Þeir félagsmenn sem taka ekki á móti valgreiðslukröfum fengu kröfu í heimabanka sinn í staðinn. Ef óskað er eftir reikningi fyrir félagsgjöldum má senda póst á hugproisl@gmail.com.

Helstu breytingar sem voru að samþykktar var að hækka endurgreiðslur úr 120 þús kr (ákvörðun frá 2016) í hámark 170 þús kr per einstakling fyrir ráðstefnum á vegum ISTQB, General Assemblies (GA). Tveir meðlimir Hugpró fara út annað hvert ár en í hin skiptin nýtir Hugpró sér rafrænan aðgang að GA eða útvegar aðra stjórn til að greiða atkvæði fyrir okkar hönd. Markmið Hugpró er þó að gæta hófs í kostnaði tengt GA. Einnig voru greiðslur vegna yfirferðar á prófum hækkaðar lítillega, það mun þó ekki valda hærri kostnaði á einstaklinga sem sækja sér ISTQB vottun.

Tveir nýir stjórnarmeðlimir voru kosnir í stjórn Hugró og óskum við þær velkomnar. Stjórnin hlakkar til komandi starfsárs. Við hlökkum til að hitta ykkur á viðburðum félagsins og heyra af því flotta starfi sem unnið er í hugbúnaðarprófunum á Íslandi. Innan skamms mun stjórnin hittast og setja saman plan fyrir 2023. Ef þú eða fyrirtækið þitt viljið bjóða okkur í heimsókn eða kynna rafrænt, má endilega hafa samband við okkur.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s