Á General Assembly (GA) í Dublin, fréttum við af sniðugri krakkabók. Markmið bókarinnar, Dragons Out!, er að kenna krökkum hugtök um hugbúnarðarprófanir í gengum skemmtilegar sögur af drekum. Þeir flakka á milli bæja, borga og kastala og gera íbúum lífið leitt. Í sögunum mæta riddarar, þorpsbúar og krakkar til leiks með því markmiði að hrekja drekana í burtu.
Höfundur Dagrons Out!, Kari Kakkonen, er þekktur í hugbúnarðarprófara heiminum. Hann er forstjóri Knowit, í stjórn TMMI og sat í stjórn ISTQB í 6 ár. Í fyrra, 2021, vann Kari hubúnarðarprófari Finnlands verðlaunin meðal annars fyrir framlag sitt til hugbúnarðarprófara með bókinni Dragons Out!.
Endilega tékkið á bókinni, Dragons Out! eftir Kari Kakkonen.